Ég vil fræðast aðeins um kosti og galla ESB. Skiptar skoðanir eru um þetta mál en ég vil fá að vita:

Hvað græðir Ísland á því að fara í ESB?

Hverju tapar Ísland á því að fara í ESB?

Ég hef heyrt marga segja að við töpum sjálfstæði okkar á því að fara í ESB en mín skoðun á því er að Ísland höndlar einfaldlega ekki of mikið sjálfstæði eins og sést hefur síðastliðið ár, við erum nú bara 300,000. Svo er ein spurning til viðbótar.

Hvað var svona gott við hafa einkavædda banka fyrir utan það að þeir sem áttu þá græddu pening? Ef bankarnir hefðu ekki verið einkavæddir af honum “svala” Davíði Oddssyni, þá efast ég stórlega um að þessir Icesave samningar hefðu verið gerðir, bankarnir hefðu fyrst og fremst hugsað um öryggi innistæðu fólks á Íslandi en ekki breiðkað sig út á við til þess að græða meiri pening.