Í DV kom fram fyrir 3 vikum kannski að á útvarpsstöð MR hefði verið rasismi. Drengirnir sem ráku stöðina voru að segja brandara sem voru á kostnað Asískra-Íslendinga og voru það ekki fyndnir brandarar víst enda var kynþáttahatur í þeim. Nú var sagt að Yngvi Pétursson rektor í MR ætlaði ekki að gera neitt í málinu en hvað finnst ykkur að eigi að gera í þessu máli? Fannst ykkur áminningin sem drengirnir fengu nóg? nú náðu landslög yfir þetta sem þeir gerðu og á ekki að nota þau þegar svona lög eru brotin? Það verður líka að passa að svona menn fái ekki að starfa á útvarpsstöð.

Þessir brandarar komu mjög illa við strák sem vinur vinar míns þekkir en hann á Asíska-Íslendinga sem vini og mér finnst aðgerðir nauðsynlegar gegn þessum drengjum. Þeir þurfa að átta sig á alvöru þess sem þeir hafa gert. Bæði hafa þeir brotið landslög og sært fólk. Einhver refsing er nauðsynleg, það má ekki láta þrjótana komast upp með þetta!