Ég held að Ísland verði ekki mikil þjóð eftir nokkur ár miðað við það sem mar les í fréttum. Eða ég veit ekki, hvað á að gera? Á ég að sætta mig við að lifa í fátækt það sem eftir er eða flýja land meðan ég get? Ég vil nú bara meina hvernig er hægt að klúðra heilli þjóð svona, frá bestustu og ríkustustu og frábærustustu yfir í að vera hryðjuverkamenn og fátæklingar. Allavega eftir að hafa lesið greinina eftir Evu Joly…. þá líður mér ekkert of vel með það hvernig áhorfir, ég er samt stoltur af því að vera íslendingur og myndi ég hvergi vilja eiga heima annarstaðar en á Íslandi. En okkur er bara stillt upp fyrir vegg og við bara bíðum eftir skothvelli….sorglegt