Sæl öll,

Eftirfarandi er bein tilvitnun í niðurstöður erindis Sigurðar Guðmundssonar, forstöðumanns byggðaþróunarmála hjá Þjóðhagsstofunun, sem hann flutti á ráðstefnu Félags stjórnmálafræðinga þann 20. nóvember sl. (2001). Erindið ber heitið: “Innflytjendur á Íslandi - framlag þeirra og framtíð í íslensku samfélagi.”

Niðurstöður erindisins hljóðar svo:

—————————————————————-

“Um aðflutning erlendra ríkisborgara verður að gilda opinber stefnumótun. Þeir sem hingað hafa flutt á undanförnum árum hafa að langmestu leyti getað gert það af því að um var að ræða eftirspurn í hagkerfinu eftir vinnuafli. Þetta fólk mun að öllum líkindum ekki flytja til baka nema það verði neytt til þess. Úr því að það er hingað komið verður að sjá til þess að það geti lifað sínu lífi án þess að búa við lélegri aðbúnað en aðrir og án fordóma í sinn garð.

Hins vegar er jafnljóst að Ísland getur ekki opnað fyrir almennan innflutning fólks frá fátækari löndum af mannúðarsjónarmiðum. Þar hlýtur stefnan að mótast af þörfum samfélagsins fyrir vinnuafl og fyrir þekkingu. Við verðum að taka tillit til þess að við getum átt erfitt með að aðlaga mikinn fjölda fólks að því samfélagi sem hér er fyrir og ég reikna með að jafnvel þótt nýliðarnir auki breiddina í samfélaginu vilji menn áfram halda meginlínunum í samfélagsgerðinni.

Við verðum þannig að varast það að vera of bláeyg í afstöðu okkar til aðflutnings fólks. Nágrannalöndin hafa mörg hver þurft að viðurkenna að mikill munur á almennri afstöðu fólks til grundvallarreglna mannlegs samfélags getur leitt til vandræða.”

—————————————————————-

(Heimild: http://www.ths.is/erindi/erindi2001-06.pdf)
<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>

”And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude." -Thomas Jefferson
Með kveðju,