Ég tel núverandi kosningar kerfi ekki veita almenningi nægt taumhald á Alþingismönnum.
Ég tel að eftirfarandi myndi stuðla að auknu lýðræði: styttri ráðningartíma alþingismanna eða tvö ár hverju sinni, fjölgun þingmanna um einn og fjölgun kjördæma í 64 og þá breytingu á kosningar fyrirkomulagi að í stað þess kosið sé úr öllum kjördæmum samtímis væri kosið í fjórum áföngum úr kjördæmunum.

Hvað finnst ykkur um þessar tillögur?
Teljið þið að e.t.v ætti að grípa til einhverra annara aðgerða til að auka lýðræði hér á landi?
Teljið þið e.t.v frekara lýðræði hér á landi óþarft?

Endilega segið ykkar skoðun á málinu.