Er ég að missa af einhverju, eða eru 2 lög í gildi um hnefaleika? Er Gunnar B. alveg orðinn elliær?
<a href="http://www.althingi.is/lagas/126b/1956092.html“>Lög nr. 92 frá 1956:</a>
1. gr. Bönnuð er öll keppni eða sýning á hnefaleik. Enn fremur er bannað að kenna hnefaleik.
2. gr. Bönnuð er sala og notkun hnefaleiksglófa og annarra tækja, sem ætluð eru til þjálfunar hnefaleikara. Í reglugerð skal ákveða, hvernig fara skuli með slík tæki, sem nú eru til í landinu.
Svo segir í <a href=”http://www.althingi.is/altext/127/s/0039.html">frumvarpinu:</a>
1. gr. Heimil er keppni og sýning á ólympískum hnefaleikum. Enn fremur er heimilt að kenna ólympíska hnefaleika.
2. gr. Heimil er sala og notkun hnefaleiksglófa og annarra tækja sem ætluð eru til þjálfunar í ólympískum hnefaleikum.

Er þetta það sem koma skal í lagagerð hérna á Íslandi? Að allt sem ekki er leyft sérstaklega er bannað? Hefði ekki verið nær að fella lögin frá 1956 úr gildi?
J.