Ég er fæddur 1975 og hef eins og meirihluti íslensku þjóðarinnar alist upp við fráttir frá brjálæðinu sem er í gangi á milli Ísrael og Palestínu. Það eru eflaust einhverjar vikur samanlagt sem að maður hefur hlustað á fráttir af þessu svæði; síðan að maður var barn, ef allt yrði samantekið. Það sem að að ég hef verið að hugsa um að undanförnu er sú staðreynd að Ísrael undir forrystu Sharons hefur verið að einangra Arafat, og mylja hreinlega hans stöðu sem lýðræðislegum fulltrúa palestínsku þjóðarinnar. Þeir hafa ekki gert neitt annað að undanförnu en að mála hann upp sem hryllilegan hryðjuverkamann og nú um daginn tóku bandaríkjamenn undir það!!! Það virðist allt stefna í það að þetta springi allt saman en hvernig? Munu Íslömsk Ríki í kring springa á þolinmæðinni gagnvart Ísrael og ráðast á það eftir einhvern harmleik Ísraelsmanna í Palestínu, og mun þá boltinn byrja að rúlla? Myndu Bandaríkinn ekki blandast inn og Nato þar á eftir? Yrði ekki allt endanlega vitlaust? En hvað kemur þetta mér við? Ég er Íslendingur sem bý við fádæma öryggi ekki satt? Nú málið er það að við erum í Nato a.k.a. nánast her hina alvitru bandaríkjanna, og ef að Nato myndi dragast inn í þetta brjálæði þá er ég sem þegn þessa lands í stríði við Palestínu!!! M.a. og á mér bara að finnast það ágætt og horfa á friends og allt í góðu? Hvað finnst ykkur? Endilega skoðum þetta mál og sköpum umræðu um þetta hér hennar er þörf.