Jæja, hverjir lásu Morgunblaðið í dag? Eða þ.e.a.s grein Jóns Baldvins um breytingar á stjórnskipulaginu hér á landi.

Semsagt að við myndum taka upp sama stjórnkerfi og Bandaríkjamenn og Frakkar notast við - eða þ.e.a.s að við myndum kjósa um einstaklinga í stað flokka. Þetta er grunnhugmyndin hans. Einnig ætti að fækka þingmönnum Alþingis.

Hvernig líst ykkur á þessar hugmyndir hjá honum? Haldiði að það yrðu auðveld umskipti ef að við myndum gera þetta svona? Haldiði að eitthvað muni breytast útaf þessu ástandi í dag? Þ.e.a.s stjórnskipulagið?