Ég verð bara að segja það að Davíð Oddsson er að verða eins og lag sem að búið er að spila of oft í útvarpinu. Mikið vildi ég að hann færi að hætta og maður losnaði við hann, hann er alltaf svo drjúgur með sig og verður alltaf svo pirraður ef að eitthvað blæs á móti. Alltaf að siða einhverja menn útí bæ og segir alltaf sömu hlutina aftur og aftur. Það er aldrei neitt að hjá honum sjálfum, hann veit allt best og það er alltaf bjart framundan. Alltaf er ríkissjóður vel rekinn og alltaf er allt svo flott hjá honum en hinir eru bara bjánar. Ekki dettur honum í hug að lækka t.d skattanna á bensínið. Það fara 70% af hverjum bensínlítra í vasanna á þessum ríkisbákni sem að er orðið ofalið eins og í Sovétríkjunum sálugu. ENGINN spyr herra Davíð að því hvers vegna ríkið LÆKKI ekki sjálft sínar rosaálagningar á öllu. Nei, í öllum viðtölum sleppur Davíð vel, fréttamenn þora ekki að spyrja hann um eitthvað slæmt. Hann gæti orðið PIRRAÐUR og það má alls ekki ske. Eru ekki einhverjir fleiri orðnir þreyttir á Davíð Oddssyni? Eða er þetta kannski heilagur maður?