Ég var að heyra að það hefði verið utan dagskrár umræða á alþingi um ákvörðunina að sýna ekki frá HM í fótbolta.

Ég vil vera fyrstur til að segja…HAAA
Eru skattarnir mínir að fara í þetta?
Mér gæti ekki verið meira skítsama um hvort sýnt verði frá þessu eða ekki.

Plús það að þetta verður sýnt á eurosport eða sky, þannig að ég vill ekki að skattpeningunum mínum og minnar fjölskyldu sé eytt í svona bölvaða vitleysu, það er ekki eins og maður geti kveikt á sjónvarpi í dag á þess að heyra og sjá eitthvað um fótbolta.

Og vill ég minna á að þeir sem eru að væla mest yfir HM leysinu, verða hvort sem er fullir niðrá glaumbar að horfa á þetta á sky eða eurosport.

Hvernig væri að ræða um aðskilnað ríkis og kirkju í staðinn, eða stofnun á almennilegri fíkniefnasveit (sveit sem ekki allir dópsalar í bænum þekkja í sjón) nú eða bara eitthvað sem við kemur rekstri á þessu blessaða skeri.

Gyzmo