Fyrst langar mig að byrja á að segja að þetta var drulluflott ræða hjá Degi í dag á borgarstjórnar fund hún var ekki dónaleg og hafði góða punkta sem virkilega fengu mann til að hugsa og hún lét mann finna fyrir þjóðerniskennd annað en grenjuræða Vilhjálms rétt eftir að honum var sparkað úr embætti.

Svo var Ólafur að segja að það sem færi fremst í hugum borgarstjórnafulltrúa væri að gæta þess að peningur almennings færi ekki til spillis.

Sem er mjög fyndið þar sem að við munum borga 3 miljónir og 450 þúsund krónur á mánuði næstu þrjá mánuðina í að borga þrem mönnum borgarstjóra laun (biðlaun fyrir Dag B. Eggertson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og svo laun fyrir Ólaf).