Vekja upp þessa umræðu aðeins aftur. Fann gamlan kork en hann er greinilega dauður. Vonast eftir málefnanlegri umræðu því að þegar að fólk talar um lögleiðingu á cannabis er það yfirleitt sagt það á að gera eða á ekki að gera.

Neysla á Cannabis er mjög mikil á Íslandi og segja sumir að hún sé að aukast, en ég er meira á því að hún er að verða sýnilegri. Mörg lönd eru að minnka hörku gegn notkun efnisins og svo eru lönd eins og Holland sem hafa gengið lengra og leyft efnið á þartilgerðum kaffihúsum.

Ég las grein fyrir nokkrum árum á New Scientist, sem er mjög virt rit fyrir þá sem ekki vita, að WHO (World Health Organization) hefði látið gera rannsókn á öllum hellstu “eiturlyfjun” á markaðnum og var Cannabis sett í flokk eitt, það er milt og ekki talið ávanabindandi, en alcohol var sett í flokk 4, þ.e. mjög hættulegt og mjög ávanabindandi. Flokkarnir voru 4 og því var áfengi sett á sama stall og heróin, en samt er áfengi leyft.

Ég persónulega reyki sígarettur, og geri það löglega þar sem ég er orðin 18 ára. Þetta er harðasta neysla sem ég veit um, ég þarf að fá mér nokkrar á dag og ef ég fæ ekki minn skammt verð ég oft pirraður og uppstökkur. Samt sem áður hef ég prófað góðan part af þeim efnum sem eru þarna úti, og ekkert hefur gripið mig eins miklu heljartaki og retturnar. Ég held að ef að Alþingi ætli að leyfa mér að reykja mínar sígarettur og drekka minn bjór þarf það að leyfa mér að kveikja mér í minni jónu eða að loka fyrir þetta allt. Þ.e. ef að þeir treysta mér til að hafa stjórn á þessari neyslu af hverju ekki cannabis.

Framboð og eftirspurn er einnig eitt af grundvallarhugtökum í samfélagi okkar í dag. Framboð er háð eftirspurn og á meðan að það er eftirspurn eftir hassi og grasi mun alltaf myndast framboð. Af hverju að láta þann hagnað sem myndast af þessu renna til undirheima þegar að ríkið getur tekið þennan hagnað til sín og notað hann í að berjast gegn því að ég kveikji mér í jónu.

Undirheimar munu alltaf vera til staðar, það er alltaf eitthvað sem að þeir hafa að bjóða sem ekki tellst vera rétt. Þegar að Al Capone og félagar voru að selja booze voru þeir aðalmenn undirheimana, en núna er sjálfsagt að selja áfengi. Á meðan að sala cannabis (og jafnvel annara efna) er ólögleg er verið að dæla peningum í undirheimana og þeir verða “brutal” eins og við erum alltaf að heyra í fréttunum (allavega það sem að saumaklúbbarnir eru alltaf að tala um). Þú getur ekki fengið kríd hjá ÁTVR.

Þetta er orðið svolítið langt hjá mér og það er margt fleira sem ég vill ræða um, hefði kannski átt að hafa þetta grein en vona bara að umræðan haldi áfram þar sem frá var horfið og að þeir sem að eru á móti lögleiðingu komi því málefnanlega frá sér. Það er komin tími til að Ísland lögleiði cannabis að mínu mati.

Stríðið gegn fíkniefnum er tapað, við unnum og núna eiga stjórnvöld frekar að slást í för með okkur og nýta sér hagnaðinn.