Nú er að koma mynd á “niðurskurðinn” sem ríkistjórnin er að vinna að. Og mér sýnist að það meigi setja þetta orð niðurskurður inn í gæsalappir því þessi “niðurskurður” er aðeins hækkun skatta á almening. Það sem mér finnst aumingajlegt við þessi áform ríkistjórnarinnar er að fyrir um 2 mánuðum þá tilkynntu þeir skattalækkanir á fyrirtæki, og gáfu t.d fiskfyrirtækjum og kvótaeigendum smugu til að græða en meira.

Og hver á að vega upp mismuninn á þessum skatta afslætti sem fyrirtækin fá. Nú auðvitað þeir lægst launuðu. Heimilin í landinu. og t.d námsmenn því það er fyrirhugað að hækka en meira innritunar gjöld í framhaldsskóla. Og ég sé ekki nema það sé stefna sjálfstæðisflokksins að drepa niður menntun í þessu landi.

Ég er brjálaður og mér finnst svo skítlegt hvað þessir menn geta lagst á þá lægstlaunuðu eins og blóðsugur, en gera þá ríkaru ríkari og feitari.

Ég lýsi yfir fyrirlitningu minni á ríkistjórninni og hennar störfum !!