Það er mikið rætt um kynþáttahatur hérna á Huga,, sem mér finnst benda til þess að þetta mál sé mjög ofarlega í huga margra íslendinga.

Ég hef oft verið talinn kynþáttahatari, en ég er ekki alveg sammála þeirri skoðun, í mínum huga er kynþáttahatari einstaklingur sem hatar vissa kynþætti (sbr orðið).. það geri ég ekki, oft er sett samasemmerki á milli þjóðernissinna og kynþáttahatara en það finnst mér alls ekki sanngjarnt, ástæðan er sjálfsagt sú að margir “þjóðernissinnar” eru í raun kynþáttahatarar sem fela sig bakvið það að vera þjóðernissinnar,

að mnínu áliti er þjóðernissinni einstaklingur sem vill þjóð sinni allt það besta,, hvort heldur er í félagslegum skilning, fjárhagslegum osfrv. og ef utanaðkomandi aðili eða aðilar ógna velferð þjóðarhags þá stendur þjóðernissinnin upp og berst á móti, hvort heldur það sé hvítur, svartur eða gulur ógnvaldur… er það kynþáttahatur? nei….þjóðernishyggja er það að vilja viðhalda siðum, menningu og venjum þjóðar sinnar.. að ég tali ekki um tungumáli….

ég tel að t.d. Hitler hafi komist til valda í Þýskalandi á sínum tíma vegna þess að hann höfðaði til þjóðernishyggju þjóðverja, ath.. í byrjun,,,, en svo færðist hann hægt og rólega yfir í kynþáttahatur í skjóli þjóðernishyggju, það er öruggt mál að hann hefði aldrei komist til valda ef hann hefði notað kynþáttahatur sem kosningaráróður,, en þjóðernishyggja.. það er eitthvað sem öllum sönnum föðurlandsvinum fellur vel í geð…

Ég tel mig vera þjóðernishyggjumann, það brýst út t.d. á þann hátt að mér líkar ekki við að þurfa að tala erlent tungumál á íslenskum veitingastöðum.. sama af hvaða litarhætti viðmælandinn er, mér er illa við að erlendir aðilar séu að kaupa stórar eignir og landsvæði á Íslandi, sama af hvaða litarhætti eða kynþætti þeir eru, ég vil ekki að Orange í Englandi eigi t.d. Landssímann, ég skammast mín ekkert fyrir það að vera íslendingur, þvert á móti þá er ég stoltur af því að byggja þetta litla harðbýla land,,

við ættum að taka Bandaríkjamenn okkur til fyrirmyndar að mörgu leyti, ég hef ekki kynnst nokkurri annari þjóð þar sem þjóðernishyggja er innprentuð í landsmenn frá unga aldri eins og gert er í Bandaríkjunum,

ergo… ekki rugla saman kynþáttahatara og þjóðernissinna…<br><br>“Facts are stubborn things”