Ég er búinn að skoða öll framboðin sem hægt er að kjósa hér í RVK og mér féllust hendur.

Það kemur ekki til greina að ég setji X við neitt af þessu fólki.

Ég er alveg með það á hreinu að ég ætla að mæta á kjörstað og skila auðu…

Ég ætla að sýna með mínu atkvæði að ekkert af þessu eigi skiliið að fá að fara með völd í landinu, skv. mínu mati…

Ég hvet alla sem eru sömu skoðunar til að mæta á kjörstað og gera það sama, ekki sleppa því að mæta!

Það er kominn tími til að frambjóðendur átti sig á stærð þess hluta landsmanna sem hefur óbeit á þeim…