Daginn/kvöldið.
Ég fæddist í september árið 1988 og er nú loksins kominn með kosningarétt og nú er stanslaust verið að ýta á mann flokkum hægri vinstri, og þótt að ég vill frekar sleppa að kjósa heldur enn að kjósa gegn flokkinum sem ég vill að sé ekki í stjórn(lesser of 2 evils dæmi) Þá hef ég ákveðið að leita til ykkar hugara fyrir smá hjálp.

Þannig er málið að ég er frekar vinstri-sinnaður sem vill eins mikið frelsi fyrir almenning eins og mögulega er hægt.
Enn hér eru nokkrir hlutir sem ég vil sjá breytast og ef einhver væri til í að leiðbeina mér hvaða flokkur er réttur fyrir mig væri það vel þegið.

Hér er listinn:
Stýra ríkistjórn og Kirkju frá hvor örðu.
Færa Cannabis efni frá eiturlyfja-flokk B yfir í C.
Umhverfismál (ekki sammt aðal takmark)
Vill sjá Kvótakerfinu breytt.
Lækka skatt á neysluvörum eins og t.d Tóbaki og Áfengi.

Þó að það sé frekar langsótt að það sé flokkur sem hentar mér og mínum “Nut point of view” þá vill ég sammt sem áður kjósa flokk sem stýrir í áttina á því.
Allt feedback verður vel þakkað. (Skítköst eður ey)