Þegar maður hugsar um pólitík hvað er það sem maður sér? Það sem maður sér er átök á milli manna sem sýna þann vilja að vilja gera eitthvað gott fyrir þjóðina. En pólitík er auðvitað ekki alltaf góð, og má hér nefna eitt dæmi sem hljómar svona: (þetta er satt) Þið öll munið eftir snjóflóðið á Súðavík sem kom reyndar öllum á óvart en talið var að þessi staður væri ekki líklegur til þess að snjóflóð félli á. En var ekki hægt að forðast þessar hörmungar, jú það var hægt. Áður en þarna var byggt urðu deilur um það hvar ætti að byggja næstu hús. Annar staður kom til greina en þar sem mikil pólitík og trega réði ríkjum þarna þá var þessi hörmulegi staður valinn.

Maður hugsar stundum með sér hvort pólitík sé af hinu góða, hvort siðferði sé til í pólitík og hvaða fólk eigi heima í pólitík. Þeir sem fara í pólitík eru til dæmis ekki að fara í pólitík fyir sig heldur þjóðina, eða þannig á það að vera. En því miður er of mikið af græðgi og menn sjá það ekki, að í raun eru þeir ekki að gera það sem fólkið þarf heldur það sem þeir sjálfir vilja og oft eða ekki nota þeir lúalegð brögð á kostnað þjóðarinnar.