Sæl öll,

Já, hve ykkur til að kynna ykkur slóðina sem Capitalist var að auglýsa með boxmyndinni sinni hér á Alþingi. Slóðin er:

http://www.huglausn.is/box/

Ég renndi yfir þá sem eru búnir að skrá sig þarna og er heildarfjöldinn nákvæmlega núna 393. Af þessum 393 er síðan langstærstur hlutinn, ef ekki bara yfirgnæfandi meirihluti, börn undir lögaldri eða fólk rétt yfir lögaldri, þ.e. fólk fætt 1980-1988. Ég ætla að vona, fyrri hönd þeirra boxáhugamanna, að úr fari að rætast í þessu hjá þeim því hvað er að marka undirskriftasöfnun sem ætlað er að þrýsta á um lagabreytingu þegar langflestir á listanum eru jafnvel ekki orðnir lögráða og þar með ekki komnir með kosningarétt? Skyldi þetta fólk vera með allt sem viðkemur hnefaleikum og afleiðingum þeirra á hreinu?<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,