Sæl öll,

Ég heyrði í útvarpinu á föstudaginn, frá íslenskum fréttamanni í London, að Bretar íhugi að ákæra þá bresku múslima, sem hafa farið til Afganistan til að berjast með Talibönum, fyrir landráð. Ég er nú ekki hissa á því enda hlýtur slíkt að vera landráð. Hvað hefðu Bretar gert við breska ríkisborgara sem hefðu barist með Þjóðverjum gegn Bretum í seinni heimstyrjöldinni? Þeir dæmdu nú allavega Breta nokkurn til dauða eftir stríðið fyrir að hafa farið til Þýskalands og útvarpað áróðri fyrir nasistana á meðan að á stríðinu stóð.<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,