Fyrirsláttur og blekkingar fjölmenningarsinna

Í VII. kafla stefnuskrár Flokks framfarasinna er að finna eftirfarandi grein:

“Fella skal úr gildi lög sem kveða á um móðurmálskennslu fyrir innflytjendur/nýbúa á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Ef útlendingar hafa hug á að viðhalda móðurmáli sínu er þeim frjálst að gera það á eigin kostnað.”

Fyrir þessari grein liggja einfaldar ástæður. Í fyrsta lagi er um að ræða ákveðin réttindi og þjónustu til handa innflytjendum sem ekki stendur íslenskum ríkisborgurum til boða. Þar með er um að ræða sérréttindi til handa ákveðnum þjóðfélagshóps umfram aðra íbúa landsins og það er allt annað en lýðræðislegt.

Í öðru lagi liggur fyrir að þessi svokallaða móðurmálskennsla er aðallega og nær eingöngu ætluð fyrir börn innflytjenda. Þetta þýðir að fyrirhugaðir nemendur eru enn á mótunarárunum og börn þurfa ekki nauðsynlega á því að halda að kunna eitt tungumál til að læra annað frekar en fullorðnir. Það getur þó vissulega liðkað fyrir fólki sé um að ræða mjög skyld tungumál og lík en annars ekki og er þá komið að næsta ástæðu.

Í þriðja lagi eru móðurmál flestra innflytjenda í flestum tilfellum alls óskyld íslenskunni eða í besta falli mjög fjarskyld. Gagnsemi þeirra við að læra íslenskuna er því hverfandi og alla jafna nánast ekkert. Það er sagt að það geti verið gott að kunna dönsku til að læra þýsku enda um að ræða náskyld og lík tungumál, en gagnið af því að læra t.d. tælensku til þess að geta betur lært íslensku er hins vegar augljóslega alveg út úr kú enda eru þessi tungumál eins og sitt hvor plánetan og eiga nánast ekkert sameiginlegt annað en að vera tungumál.

Að halda því fram að gagnsemi innflytjenda af því að læra móðurmál sitt til að læra íslenskuna á kostnað íslenskra skattgreiðenda er því engan veginn til staðar og því engan veginn réttlætanlegt að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir slíka tilgangsleysu. Þessi áróður fjölmenningarsinna fyrir því að innflytjendur eigi að fá að læra móðurmál sitt á kostnað íslensku þjóðarinnar er einungis fyrirsláttur og blekking til að fá íslensku þjóðina til að samþykkja þessa móðurmálskennslu sem illa nauðsyn til þess að innflytjendur geti lært íslensku. Kostnaðurinn af slíku fyrir íslenska ríkið yrði einnig gífurlegur og alls ónauðsynlegur fjárhagslegur baggi á íslenska skólakerfinu sem er nú ekkert of burðugt fyrir.

www.framfarir.net<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,