Sæl öll,

Langar að segja ykkur litla sögu hér:

Fyrir um 2 árum skrifaði ég stjórnvöldum bréf og bað um að fá upplýsingar um allar reglur sem gilda um innflytjendamál á Íslandi svo og stefnu ríkisstjórnarinnar í málaflokknum. Ég fékk fljótlega bréf með útprentunum á öllum lögum sem fjölluðu um málið og upplýsingar um hvar mætti nálgast aðrar upplýsingar. Ekkert var hins vegar minnst á stefnu stjórnvalda.

Ég skrifaði þá annað bréf og bað um að fá upplýsingar um stefnu stjórnvalda í þessum málum en fékk ekkert svar. 2-3 mánuðum síðar skrifaði ég enn og bað um umræddar upplýsingar en hef ekki enn fengið neitt svar þó liðið sé meira en ár síðan ég sendi síðasta bréfið. Til viðbótar hef ég sent nokkra tölvupósta til að minna á erindi mitt en engin svör fengið.

Sömu sögu er síðan að segja um bæði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, þar á bæjum virðist ekki vera svarað bréfum sem þessum, a.m.k. hef ég engin svör fengið um stefnu þessara flokka í innflytjendamálum. Ástæða þessa er þó væntanlega í raun einföld; ríkisstjórn Íslands, svo og ríkisstjórnarflokkarnir, hafa einfaldlega engri stefnu á að skipa í innflytjendamálum! Ríkisstjórn Íslands er einfaldlega stefnulaust skip í þessum málum!<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,