Ég fór á man of the year í gær og hún kom mér frekar á óvart hvað pólítíkini í henni varðar. Myndin fékk mig til þess að pæla í uppbygginguni á ríkistjórninni. Hvað ef að í staðin fyrir að kjósa flokk fyrir sig þá myndi maður kjósa einstaklinga sem eru algjörlega óháðir einhverjum gefnum flokki. Að mínu mati myndi það gefa fólki landsins sterkari rödd því að þá myndu miklu fleiri mismunandi skoðanir koma fyrir hönd. Þyngmenn myndu vinna vinnu sína miklu betur og fylgjast almenilega með hvað er í gangi í þynginu, í staðin fyrir að láta einhvern annann stjórnmálamann úr flokkinum hugsa fyrir sig. Það myndi fara minni peningur í kosningarherferðir og þarf af leiðandi myndu fyritæki og aðrir sérhópar hafa minni áhryf á kosningar.