Vikuna eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins var nokkuð talað um það í fjölmiðlum að endurkosning Davíðs Oddssonar sem formanns flokksins sýndi loks svart á hvítu að sjálfstæðismenn væru bara “forystuhollir sauðir” sem væru algerlega ófærir um að hugsa sjálfstætt og kysu því nær allir (98%) Davíð.

Þó svo að ég sé algjörlega ósammála þeirri túlkun að ef einhver er kosinn með miklum meirihluta sé það eingöngu vegna þess að kjósendur geti ekki hugsað sjálfstætt væri þá ekki skv. henni og í ljósi einróma endurkosningar Steingríms J. hjá VG, rétt að álykta að þeir fulltrúar sem sátu landsfund VG séu einfaldlega ófærir um sjálfstæða ákvarðanatöku líka?