Nú er þetta komið á hreint. Rasismi er brot á stjórnarskránni. Hann er hreinlega ólöglegur, ekki aðeins samkvæmt íslenskum lögum heldur líka mannréttindasáttmála Evrópu. Þið sem hafið verið að væla hérna yfir að rasistar megi ekki tjá sig opinberlega hafið ekkert ykkur til málsvarnar. Við verðum að virða málfrelsi, en það nær ekki yfir ræðu þar sem innihaldið er glæpsamlegt athæfi, niðrandi árás á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kynþáttar þeirra. Varformaðurinn var ákærður fyrir brot á 233. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með áorðnum breytingum, sbr. 1. gr. laga nr. 96/1973:

„Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Hann var dæmdur til að greiða 30000 kr sekt auk alls sakarkostnaðar, þ.á.m. 70000 kr fyrir skipaðan verjanda sinn. Þar hafið þið það.