Sæl öll,

Ætla að skrifa eitt hér áður en ég hætti í bili vegna fjölda áskorana :) Það er reyndar langt síðan ég heyrði þetta fyrst en rakst svo á þetta á netinu aftur núna. Þetta er væntanlega hugsað sem brandari en engu að síður mikið til í þessu þó óneitanlega sé um að ræða mjög mikla einföldun:

SÓSÍALISMI: Þú átt tvær kýr og gefur nágranna þínum eina þar sem hann á enga.
KOMMÚNISMI: Þú átt tvær kýr, ríkisstjórnin tekur eina og gefur þér mjólkina.
FASISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar og selur þér mjólkina.
NASISMI: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur þær báðar og skýtur þig.
KAPITALISMI: Þú átt tvær kýr og selur aðra og kaupir þér tarf.
SKRIFFINSKA: Þú átt tvær kýr, stjórnin tekur báðar, skýtur aðra, mjólkar hina og hellir niður mjólkinni.

Svo var í þessu sem ég fann á netinu viðbót um Ísrael sem hljóðar svo: (veit ekki hversu mikill sannleikur er í því)

Í ÍSRAEL: Þú átt tvær kýr, bankinn tekur báðar, skýtur aðra, mjólkar hina, hellir niður mjólkinni og þú skýtur þig sjálfan.

Svo er bara spurningin, hvað er mikið vit í þessu öllu? Hvað finnst ykkur? :)<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.
Með kveðju,