Ítölsk lögregluyfirvöld hafa tilkynnt að þau hafi sannanir fyrir því að hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens, Al-Qaida, séu með starfsemi í mörgum Evrópuríkjum, þ.á.m. Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og Belgíu. Þessi ríki eiga það einmitt sameiginlegt að hafa innan landamæra sinna mikinn fjölda múslima. Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið hóp múslima í norðurhluta landsins sem taldir eru tengjast samtökum Bin Ladens. Mennirnir komu frá Túnis yfir til Ítalíu, en sú leið er einmitt vinsæl leið ólöglegra innflytjenda frá Norður-Afríku til Evrópu. Fyrir skemmstu handtók lögreglan á Spáni einnig nokkra samverkamenn Bin Ladens víða um landið. Komu þessir menn allir frá Alsír.

Talibanar hafa hótað frekari hryðjuverkaárásum á Bandaríkin og segjast ennfremur hafa gefið Bin Laden lausan tauminn eftir að árásirnar hófust. Yfirvöld í mörgum öðrum vestrænum ríkjum, þá einkum í Evrópu, hafa einnig miklar áhyggjur af hryðjuverkum gegn þeim, ekki síst þar sem vitað er að hryðjuverkasamtök Bin Ladens hafa hreiðrað um sig í mörgum þeirra. Á þetta ekki síst við um Bretland en þar býr einmitt fjöldi fólks af afgönskum og pakistönskum uppruna. Fjölmenn mótmæli gegn Bandaríkjunum hafa verið víða í hinum múslimska heimi að undanförnu þar sem a.m.k. þúsundir manna hafa mótmælt Bandaríkjunum. Virðast þessi mótmæli vera að aukast ef eitthvað er, en algengt er að sjá mótmælendur halda á myndum af Bin Laden og slagorðum til stuðnings honum.

Stuðningur við málstað Bin Ladens er talinn töluvert mikill í flestum ef ekki öllum múslimaríkjum, svo og meðal múslimskra minnihlutahópa t.d. á Vesturlöndum, og hafa ýmsir aðilar lýst yfir áhyggjum af því að sá stuðningur eigi eftir að aukast til muna þar sem Bandaríkjamenn hafi í raun gert Bin Laden mikinn greiða með að koma málstað hans á framfæri við almenning í múslimskum löndum. Heyrst hefur að bolir með myndum af Bin Laden og áletrunum eins og: “Heilagt stríð!”, “Dauði yfir Vesturlönd!” o.s.frv. seljist eins og heitar lummur í mörgum múslimaríkjum. Vestrænt fólk, sem statt hefur verið í Miðausturlöndum, hefur mætt fjandsamlegu viðmóti þar frá því að árásirnar á Bandaríkin voru gerðar. Fréttir berast jafnvel af vestrænu hjálparstarfsfólki sem er farið að óttast um líf sín.<br><br>Með þjóðlegri kveðju,

Hjörtur

“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,