Ég var að enda við að lesa grein kleinumömmu um forseta kosningarnar 2008 og þar sögðu flestir að þeir vildu sjá Hillary Clinton eða Al Gore í forsetastólnum. Ég vildi bara benda á það að í júni á þessu ári sagðist Al Gore ekki ætla í framboð. Hann er samt ekki hættur í stjórnmálum og beytir sér mikið í umhverfisverndarmálum.

Ég held að mikið hefði farið öðruvísi ef George Bush hefði ekki svindlað í kosningunum árið 2001, enda Al Gore með aðeins meira vit í kollinum en sumir…

En svona í sambandi við Hillary Clinton þá held ég að hún verði forsetaefni Demókrataflokksins, að hún sé kona veit ég ekki hvort á einhvern þátt í því.