Sæl öll,

Hef tekið eftir einhverjum pirringi í sumum aðilum sem ég hef hitt í gegnum árin yfir því að þýzki herinn sé farinn að láta, ja, að sér kveða aftur ef svo mætti að orði komast. Þetta fer eðlilega í pirrurnar á sumum, sérstaklega virðist það ergja eitthvað þá sem eru vinstrisinnaðir að mér virðist. Þannig sagði einn góður vinur minn, sem er vinstrimaður, við mig fyrir nokkrum árum, þegar við sáum frétt í sjónvarpinu um að þýzki herinn tæki þátt í friðargæzlu á Balkanskaga, að “… þessir helv… Þjóðverjar gætu nú að minnsta kosti drullast til að halda hernum sínum fyrir innan landamæri Þýzkalands fram yfir aldamótin.”

Ég meina maður skilur þetta vel en sem betur fer er þýzki herinn í dag annað en þýzki herinn í Síðari heimstyrjöld þó um arftaka hans sé vissulega að ræða. Eru menn bara svona vondir út í Þjóðverja sem slíka…?

Þetta er kannski ekki merkilegur korkur, en ég er bara að heyra þetta dáldið oft síðustu árin.<br><br>Með þjóðlegri kveðju,

Hjörtur

“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,