Mér fannst stórmerkilegt að heyra í Jóni Sigurðssyni í dag þar sem hann ræddi um allt sem væri að í samfélaginu. Allt sem þyrfti að laga í efnahagsmálum og svo framvegis.

Fyndið að formaður flokks sem hefur verið í ríkisstjórn í ellefu ár, og maður sem sjálfur hefur verið seðlabankastjóri skuli fyrst átta sig á því nú tíu mánuðum fyrir kosningar að allt sé í óefni.

Hvernig ætli þetta verði eftir kosningar?