Þegar Fjölmiðlafrumvarpið kom fyrst fram hafði ég samúð með 365 þar sem mér fannt þau mismuna fjölmiðlum þeim í óhag. Með tilkomu Fréttablaðsins varð auðveldra að sjá hvenær Mogginn hafði verið hlutdrægur í sínum fréttaflutningi og því fannst mér nauðsynlegt að þeim væri sýnt aðhald með samkeppni.
Nú finnst mér dæmið hafa snúist alveg við.
Í kosningarbaráttunni fyrir sveitastjórnarkosningar, geta sumir flokkar, sparað í auglýsingakosnaði því NFS sér um að þeir birtist reglulega í 1. frétt á stöðinni, á meðan varla er minnst á aðra frambjóðendur nema þá í þeim tilgangi að gera lítið úr þeim. Það má því segja að NFS sjái um skítverkinn í kosningarbaráttu vissra flokka. Ég ætla ekki að nefna hvaða flokk ég á við en það væri gaman að sjá hvort einhver geti getið sér til um það.