Ríkisendurskoðun hefur nú birt skýrslu um nefndarstörf þar sem kjörinn alþingismaður fór út fyrir þann ramma er sá hinn sami hafði tekist á hendur. Hvað með aðrar kosnar nefndir á vegum hins opinbera ? Er ekki tilkomin fullgild ástæða til þess að fara betur ofan í störf hinna ýmsu nefnda er heyra undir hin ýmsu ráðuneyti í kjölfar þessa máls ?
Er hér aðeins um að ræða einstakt tilvik, eða getum við átt von á því að finna önnur slík dæmi ?
Hvað borgum við skattborgarar í nefndasetu og hverju skila nefndirnar af árangri okkur til handa ? Ég tel mjög eðlilegt að almenningur fái upplýsíngar um það, ekki hvað síst í ljósi þess að trúverðugleiki gagnvart skipan mála, sé ríkjandi.