Í Fréttablaðinu 15. júlí sl. birtist eftirfarandi frétt:

“Eftir hundrað ár verður þriðji hver Dani nýbúi samkvæmt nýrri skýrslu um búsetu í Danmörku sem birtist í Jótlandspóstinum. Danmörk mun taka stökkbreytingum frá því sem þekkist í dag og einkennast af hinum ýmsu hverfum innflytjenda.”

Þessi frétt birtist fyrst í Jótlandspóstinum og mun vera byggð á spám dönsku hagstofunnar. Árið 1995 voru Danir 5.215.918 talsins og af því 96% svokallaðir “þjóðfræðilegir Danir” (ethnic Danes). Samkvæmt spá hagstofunnar, sem þó er víst mjög hófsöm, mun þetta hlufall því falla niður um 30% á einungis 100 árum, úr 96% í 66%. Í framhaldi af því má gera ráð fyrir að eftir 150 ár verði hlutfall Dana af dönsku þjóðinni komið vel undir 50% ef ekki verður gripið í taumana og snúið af þeirri óheillabraut sem fylgt er í dag.

Fyrst slíkar blikur eru á lofti í innflytjendamálum Dana, sem þó eru rúmar 5 milljónir, þá er ljóst að við Íslendingar, með okkar 280 þúsund manns, megum það af margfalt ríkari ástæðu. Meira að segja eru málin orðin það alvarleg í Danmörku að meirihluti innflytjenda vill skv. skoðanakönnunum að danska innflytjendalöggjöf verði hert verulega. Ef við viljum að hér verði eitt þjóðfélag í framtíðinni, og það íslenskt þjóðfélag, verðum við að fara margfalt hægar í sakirnar í innflutningi fólks til landsins. Þetta ferli verður einfaldlega að gerast yfir miklu lengri tíma þannig að tryggt sé sem best að innflytjendur aðlagist íslensku þjóðfélagi og verði hluti af því, en myndi ekki sín eigin þjóðfélög á Íslandi sem síðan kallar á ófrið og óeiningu.

Fjölmenningarsamfélög hafa einfaldlega bara reynst vera eins og kommúnisminn, þau virka ekki. Og það sem er langtum verra, þau kalla miklar hörmungar yfir íbúa sína, aukna glæpi, óeiningu, ófrið, ofbeldi, óöryggi o.s.frv. Menn líta gjarnan til Bandaríkjanna sem einhvers konar líkans af hinu fyrirmyndar fjölmenningarríki sem er auðvitað argasta firra. Annað af tveimur stærstu innanlandsvandamálum Bandaríkjanna eru deilur á milli þjóðarbrota, kynþáttavandamál og það hversu bandarískt samfélag er ósamleitt í alla staði. Sennilega gerir ekkert ríki í heiminum eins mikið út á föðurlandsást og Bandaríkin, veifandi bandaríska fánanum við öll tækifæri og það einmitt til að reyna að þjappa bandarísku “þjóðinni” sem mest saman enda stefnir hún ekki í eina átt heldur í allar áttir. Við Íslendingar þurfum sem betur fer ekki að eyða miklu púðri í slíkt - ennþá.

Sýnum ábyrgð - spilum ekki með framtíð barnanna okkar - byrgjum brunninn áður en barnið dettur í hann!

Með þjóðlegri kveðju,

Hjörtur



<br><br>Með þjóðlegri kveðju,

Hjörtur

“In the beginning of a change, the patriot is a scarce man, brave, hated and scorned. When his cause succeeds, however, the timid join him, for then it costs nothing to be a patriot.” -Mark Twain
Með kveðju,