Sterkt gengi krónunnar.

Ég hef verið mikið á móti hugmyndinni um sterka krónu. en ég hef ekki byggt það á neinum rökum örðum en hvörtunum þeirra sem eru að skapa vermæti til útflutnings, svona einsog að vinna á móti viðskiptahallanum. Sterk króna hefur orðið til þess að vinkona mín í útflutningsgeiranum hefur tapað öllum sínum útfluttningsmarkaði í ameríku, fólkið þar segir að vörunar hennar eru of dýrar altíeinu þó hún hafi ekkert breytt verðinu, þetta liggur allt í gengismuninum, en hún getur ekki lækkað vöruverðið því hún þarf að sjá fyrir börnum og húsnæði og fleiru hérna á innlendum markaði. Hún gæti náttúrulega flutt framleiðsluna úr landi, en þá þirftihún að flitja því þetta er hennar handverk.

En ég fór að huga um hvaða skilaboð séu falinn í sterku gengi krónunnar. gengið er að segja við vinkonu mína, þitt handverk er einskins virði farðu að gera eitthvað sem skilar meiri arði. það er semsagt verið að reka hana úr því sem hún elskar að gera inní eitthvað arðbærara, eitthvað sem lálaunafólikð í kína getur ekki keppt við ennþá. Við erum með “International division of labour” þar sem handverk einsog hennar á ekki að vera gert hér heldur annarstaðar, hér á bara að gera eitthvað arðbærara.

Þessi vinkona mín fór á stúfanna, og hún finnur atvinnu-auglýsingu Þvottakona á kárahnjúkum.

Þá átta ég min mun betur á hvað er á seiði, sterkt gengi krónunnar er að segja við vinkonu mína að hætta handverkinu fyrir þakkláta kúnna í ameríku og fara að þvo fötin af ítölunum uppá kárahnjúkum.

En það þarf að þvo fötin af ítölunum en það þarf ekkert að búa til handverk handa ameríkubúum, þeir geta svo sem gert það sjálfir.

svo þegar ítalarnir fara og ef gengið helst hátt ennþá, þá þarf vinkona mín væntanlega að finna sér starf sem borgar vel. kanski færir hún sig uppá skaftið og fer að gera handverk með listamannastipli og selja sem listmuni, það er víst hægt að fá meira fyrir “List” heldur en aumt handverk.

Sterkt gengið er þessvegna að hvetja hana áframm.

Hættan í þessu er samt sú að við missum allan láa iðnaðinn úr landi, og þekkingin á handverkinu gæti tapast. þá getum við aldrei snúið til baka þegar heimsástandið breitist, já eða þegar kárahnjúkavirkjun og aðrar stórframkvæmdir eru búnar.

Ég sé samt mest eftir þeim markaði sem hún var búin að brjóta undir sinn vilja í ameríku, hún tapar honum. Einsog ef einhver annar fer að hirða heyið af túnunum þínum eftir að þú ert búinn að bera á, og þú færð svo ekkert fyrir.

ég hélt að ég væri búinn að gera upp hug minn, og að sterkt gengi væri gott.

Stirkleikar eru að þetta er kvetjandi fyrir landann, og óarðbær iðnaður verður að loka og frelsa eða leysa starfsfólkið til annara arðbærari starfa.

Arbærari störfin eru oftast í höfuðborginni, þannig að sterkt gengi er andbyggðarstefna fyrir landsbyggðina.

Mér fynnst gaman að hafa sterkt gengi, en ég veit ekki hvort það sé viturlegt.