Sæl öll,

Það var í fréttum Sjónvarpsins í kvöld að dönsku innkaupastifnunni hefur verið skipað að kaupa eftirleiðis ódýrustu flugmiða sem fást til notkunar fyrir embættismenn ríkisins sem eru að ferðast erlendis. Ástæðan er gríðarlegur kosnaður vegna kaupa á flugmiðum fyrir hið opinbera. Stærstur hluti kostnaðarins er vegna ferða milli Kaupmannahafnar og Brussel vegna erinda danskra embættismanna í tengslum við aðild Danmerkur að ESB. Munu danskir embættismenn fara einar 12.000 flugferðir á ári, fram og til baka, milli Brussel og Kaupmannahafnar.

Sé þetta dýrt fyrir Danina verður það dýrara fyrir okkur enda t.d. bara um mikið meiri vegalengd að ræða í okkar tilfelli. Já, það verður víst nóg að borga ef við göngum í ESB!

Kveðja,

Hjörtur
Með kveðju,