Maður hefur stundum verið að velta fyrir sér muninum á samsullinum á miðju íslenskra stjórnmála og oft lítið botnað í hlutunum. Eitt af því sem maður sér orðið afskaplega lítinn mun á er nýfrjálshyggja (öfgafrjálshyggja) sú sem samtök á borð við Heimdall hafa í heiðri og svo stefna manna sem stundum hafa nefnt sig “frjálslynda jafnaðarmenn” og lofsungið hafa hina svokölluðu “þriðju leið”. Nú virðist hins vegar vera komið fram á sjónarsviðið nýtt heiti á þessum “frjálslyndu jafnaðarmönnum” og heita þeir víst núna “hægrikratar”, a.m.k. ef marka má orð “hægrikratans” Stefáns Hagalíns á vefritinu Kreml.is.

Kveðja,

Hjörtur

(www.isbjorninn.cjb.net)
Með kveðju,