Ég bíð eftir því hver niðurstaða Ríkisendurskoðunar verður í máli þingmanns Sunnlendinga, eins og sjálfsagt hver annar sem hefur hlýtt á fjölmiðla landsins undanfarið.
Þó við fyllumst hneykslun yfir því sem fram hefur komið, þá skyldum við ekki taka að okkur hlutverk dómstóla, svo ekki sé minnst á það, að ráðast á fjölskyldu mannsins með einhverjum hætti.
Slíkt er lítt til þess fallið að auka hróður þjóðarinnar almennt.
Leyfum Ríkisendurskoðun að kanna málin.