Alveg hreint er það með ólíkindum hvers konar fréttaefni við þurfum að mega meðtaka varðandi “ klaufaskap þingmanna ” við eigin innkaup á timbri, þar sem timbur fyrir eina milljón skrifast að
sögn DV. á almannafé, í upphafi.
Ég ætla ekki um það að dæma hver á sök á “ klaufaskapnum ” en svona klaufaskapur á ekki að þurfa að vera oss fréttaefni.
Eins neyðarlegt og það nú er hefur sami þingmaður einnig komist í
dagblöð áður einnig vegna timburs, þá Helgarpóstinn sáluga, varðandi styrkveitingu, með tilraunir við uppsetningu bjálkahúss.
Vonandi er að hann geri hér hreint fyrir sínum dyrum, og útskýri
hvað veldur þessum “ klaufaskap ”.