Hérna á síðunni alþingi er nú skoðanakönnun um stjórnmálastefnur sem fólk aðhyllist og ég ætlaði að fara að kjósa í henni og byrja að lesa og sé “sósíalisti”, “kommúnisti” og “frjálshyggjumaður”.Minnst er á flest allar stefnur en þó ekki hina geysivinsælu þjóðernishyggju sem allavega sem nokkrir tugir prósenta fólk aðhyllast þjóðernishyggju(ég held að það sé þess vegna sem þeim valkosti var sleppt því að þjóðernisstefnan hefði fengið flest atkvæði) en reyndar kemur valkostur sem kallast “fasisti” og er það líklega misskilningur eða áróður stjórnanda hér að nota þetta leiðinlega orð sem hann notar greinilega sem samheiti yfir þjóðernissinna en reyndar er það svo að fasisti getur komið frá hvaða stefnuflokki sem er en einkenni fasisma eru t.d. hefting málfrelsis og ofbeldisfullar leiðir til að ná árangri og það er beinlínis misskilningur að segja að einn hópur manna séu fasistar því að ég veit t.d. t.d. að flokkur eins og Samfylkingin vilji banna flokka sem samræmast ekki þeirra skoðunum og menn eins og Ill-hugi Jökulsson vilja hefta málfrelsi en hann er eins og flestir vita enginn þjóðernissinni en samt fasisti og Samfylkingin fasistaflokkur.

Eins og ég las eitt sinn í bók þá geta fasistar komið úr báðum áttum en fasismi er engin ákveðin stjórnmálastefna heldur einungis öfgar sem geta komið frá hvaða mönnum sem er og sama hverrar skoðanar þeir eru.

Kommúnistaflokkurinn í gömlu Sovíetríkjunum var fasistaflokkur, Nazistaflokkurinn var fasistaflokkur, Taleban hreyfingin í Afgahanistan er fasistaflokkur og jafnaðar-lýðræðisflokkurinn í Þýskalandi er fasistaflokkur svo að dæmi séu nefnd.

Mér finnst það líka ótrúlegt að í þessari könnun séu settar upp stefnur eins og kommúnismi og sósíalismi en sósíalisti er bara fínst orð yfir kommúnista en munurinn er aðallega sá að sósíalistinn þykist forðast öfgarnar með því að segjast ekki vera kommúnisti, loks kemur orðið jafnaðarmaður sem er ekkert annað en 3 samheitið yfir stjórnmálaskoðanir í þessari könnun(ég veit ósköp vel að socialism þýðir Félagshyggja en engu að síður eru nútíma vinstri menn búnir að setja þetta undir sama hatt).

Á meðan 3 samheiti eru fyrir sömu stefnuna þá vantar margar stefnur t.d. eins og föðurlandshyggju, húmanisma, kynþáttahyggju, þjóðernishyggju svo dæmis séu tekin.

Ég tel það nú sannað að það að fasisminn sé tengdur einhverri ákveðinni stjórnmálastefnu er einfaldlega rangt og jafnaðarmenn, íhaldsmenn, þjóðernissinnar, anarkistar og hvaða menn sem eru geta því allir flokkast undir þessa stefnu og verið fasistar.

Ég vil taka það fram að gefnu tilefni að þessi grein er ekki tengd innflytjendum eða nokkru sem kemur einhverjum litarhætti eða trúarbrögðum við heldur aðeins því hvernig skilgreina á fasisma réttilega.