Það truflar mig rosalega að rétt fyrir kosningar innan flokka (allavega þeim stóru, S og D) að þá skrá margir sig í flokkinn rétt fyrir kosningar. Nú er ég oftast ekki mikill aðdáandi þess að hafa takmarkanir en finnst eins og það sé að aukast að fólk skrái sig í flokk án þess að vera stuðningsmenn hans. Eingöngu til þess að greiða atkvæði handa einstaklingi sem þau telja vera ólíklegri til þess að sigra í kosningum seinna.

Nokkrum vikum og dögum fyrir kosningar er skráning í flokkana í sögulegu hámarki. Því tel ég það vera hollt fyrir þá að hafa reglu um þetta en ekki leyfa öllum skráðum flokksmeðlimum að kjósa. T.d. að þú hafir verið meðlimur í 3, 6 eða 12 mánuði fyrir kosningar.