Af hverju skyldi Sjálfstæðisflokkurinn vera með metfylgi en Framsókn við það að hverfa ? Ég veit ekki, en ég verð því fegnastur þegar Framsókn með sína trúða heyrir sögunni til, enda er þessi flokkur tímaskekkja og forystumenn þar fífl. Halldór er ekki sannfærandi sem leiðtogi, hann hefur verið með utanríkismálin á heilanum og Davíð leyfði honum að eyða óheft í það í staðinn fyrir að fá sínu fram í landsmálum. Nú erum við orðinn aðhlátursefni varðandi umsókn um Öryggisráðið, nú á að þykjast vera enn með og sóa aðeins minni peningum í þesssa vitleysu. Hver heldur að við verðum tekin alvarlega á alþjóðavísu meðan við vælum í Kananum til að halda smá herstöð hér, að við séum óvilhöll í alþjóðamálum ? Guðni er Ingjaldsfífl okkar daga, passandi þar sem hann virðist halda að hann sé upp á dögum fornmanna, en kosturinn við hann er að það er hægt að hlæja að honum. Hann er ekki alvitlaus þar sem hann hefur vit á að passa upp á kjötverðið fyrir vini sína bændurna með því að koma í veg fyrir innflutning á ódýru kjöti. Sif “sæta”(hennar aðal framlag ?) var stórkostlegur umhverfisráðherra sem gerði það sem henni var sagt, en um eitt versta umhverfisvandamál okkar daga sagði hún; “ Ég held að fólk sé alveg hætt að henda rusli á víðavangi”. Maður ætti kannski að fá hana í labbitúr um miðbæinn snemma á Sunnudagsmorgni !
Svo er það krónprinsinn Árni, maðurinn sem er ábyrgur fyri nokkrum mest þensluhvetjandi aðgerðum síðustu missira. Hann koma alveg af fjöllum þegar sjóðirnir fyrir feðraorlofið voru uppurnir á mettíma ! Skildi ekkert í þessum vinsældum ! Snillingurinn sá heldur alls ekki fyrir að 90% lánin yrðu svona vinsæl og að útlán ykjust svona mikið ! Maður bara spyr; Hvar eru ráðgjafar ráðherrana ?