Höfuðpaur (flott orð, ætla að nota það meira) Hamas samtakanna gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að það væri vegna baráttu og mannfórna (hryðjuverka) Hamas samtakanna, að Ísraels menn hefðu bugast og yfirgefið Gaza. Menn eru hræddir um að þetta munu stofna frekari friðarumræðum í hættu. Við skulum bara vona að þetta leysist.
Áður en ráðist var inn í Írak var þar frekar vestræn ríkistjórn þar. Þrátt fyrir Saddam Hussein var þar mikið frelsi, sérstaklega var frelsi fyrir konur sem er ekki mjög algengt í þessum arabaríkjum. Þær máttu velja hvort þær myndu bera klæði fyrir andlitinu og einnig máttu þær kjósa. Í Írak var kvennréttindabarátta lengst á veg komin af arabaríkjum heimsins. Nú er komin ný ríkistjórn, sem Bandaríkjamenn hafa búið til. Þetta er al-trúarleg ríkistjórn, eða sem sagt klerkastjórn. Klerkastjórn eins og Talíbanastjórnin í Afganistan. Öll kvennréttindabarátta síðustu aldar í Írak er farin í súgin, nú verður konum skylt að vera með klæði fyrir andlitinu og kosningaréttur verður tekin af þeim. Einnig er alltaf meiri hætta á trúarlegum stríðum þegar það er trúarleg ríkisstjórn. Sérstaklega núna þarna í Írak þar sem ríkistjórn er blönduð nokkrum trúarflokkum, þetta eru ekki eiginlegir stjórnmálaflokkar sem sveiflast til vinstri eða hægri heldur eru þetta trúarflokkar sem skiptast aðeins eftir trú sinni. Strax eru komin um vandamál með samþykkt stjórnarskrárinnar. Sunnítar vilja breyta henni enn sjítar samþykkja hana eins og hún er. Vonum nú að þetta leysist. Pólítíkin í Írak er samt mjög flókin og þetta er bara einn handleggur hennar sem ég vildi vekja athygli á.