Það að þú skulir segja þetta talar í raun og veru alveg fyrir mig.

Lestu þér til um hass, talaðu við hasshaus (öðru nafni aulagasara), börnin hans eða foreldra og segðu mér svo að hass sé ekki skaðlegt.

Það var einhver sem sagðist aldrei hafa heyrt um það að hasshaus færi inn á Vog. Jæja, ég þekki nokkra slíka og það er fólk sem hlær að því að hass sé ekki vanabindani eða skaðlegt.
Eða að maður verði ekki agressivur þegar maður þegar fíknin tekur vödin (þá erum við að tala um andlega fíkn).
Ferlið tekur bara mislangan tíma að þróast eftir persónum.

Auðvitað er erfitt að horfast í augu við það ef að þú ert virkur notandi.

Ég veit líka að hægt er að finna ýmsar upplýsingar um efnið sem segja alls konar bull.
En frá hverjum koma þessar upplýsingar?
Ég fæ það á tilfinninguna að þetta sé frá fólki sem sé að nota efnið eða á einhverra hagsmuna að gæta (er að græða á sölu).

Ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt sérfræðinga sem eru að vinna með þetta fólk tala vel um hass, eða segja að kanabis sé saklaust efni.

Oft ætlar fólk sem notar hass aldrei að nota önnur efni en gerir það samt að lokum.
Ef að hass er ekki undanfari annara efna, hvernig stendur þá á því að flestir sem koma inn á Vog fóru að reykja hass og svo fóru þeir að nota önnur efni.