Ég meina HALLÓ!

Hafið þið eitthvað kynnt ykkur afleiðingar þess að lögleiða hass í Hollandi? Glæpatíðni jókst gífurlega, ofbeldisverkum, innbrotum, fjölgaði & vændi jókst. Þetta er engin lausn. Það er vísindalega sannað að hass er vanabindandi.

Fíklar verða áfram til staðar og þeir þurfa að fá sitt efni sama hvaða leið er farin til að redda sér $. Þá skiptir litlu máli hvort þeir kaupa efnið sitt af ríkinu eða af díler.
Áhættan er sú að hass verður aðgengilegra fyrir hinn meðal Jón.
Sama gildir um börn og unglinga. Auðveldara verður að redda sér.
Ef að það skyldi virka þannig að hass verði bara minna spennandi og allir missi bara áhugann á reykja hass ef að það er lögleitt (sem að ég persónulega reyndar stórefa), hvað með öll hin efnin. Þau verða áfram seld í undirheimunum. Erum við þá ekki bara að stytta þeim leiðina í hin svokölluðu hörðu efni?

Hass sest á fituvefi í heilanum og er mjög lengi að fara úr líkamanum, fyrir mann sem reykir 1x á mán. í ár eða daglega í 3 mán. tekur það líkamann cirka 9 mánuði að hreinsast.
Einhver skrifaði að eftir 2 jónur færi maður svaka ferskur í vinnuna og ynni eins og vitlaus allan daginn.
Hass veldur þunglyndi og paranoju. Þeir sem nota hass eiga mjög oft erfitt að vera innan um margmenni og hafa ekki verið taldir duglegustu mennirnir á markaðnum. Skammtímaminnið er afskaplega takmarkað og einbeitingaskortur fylgir þessari neyslu.
Hasshaus er kannski rólegri en fyllibytta á meðan vímu stendur en það er ekki hægt að kalla hann rólyndismann þegar honum vantar efnið sitt.

Í langflestum tilfellum er hass undanfari annarra efna.
Þunglyndi veldur framkvæmdar- og áhugaleysi. Til þess að ná sér aftur upp og koma sér af stað þarf svo örvandi efni.
Hvað þá, eigum við þá líka að lögleiða amfetamín og kókaín?

Eigum við í alvöru að horfa framhjá staðreyndum, gefast upp og lögleiða hass í nafni frelsishyggju?
Hvar endar þetta þá?