Ingibjörg


Við eigum að herja á ríkisvaldið á öllum vígstöðvum og gefa því engin grið. Hins vegar megum við aldrei missa sjónar á lokatakmarkinu í hafsjó skriffinnsku og lagabókstafa. Lokatakmarkið er sósíalisminn, þ.e.a.s. samfélag jafnréttis og frelsis, þar sem konur jafnt sem karlar eru lausar undan arðráni og kúgun í hvaða mynd sem er. Fyrr tölum við ekki um sósíalisma.“ [Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Þjóðviljanum 1977.]


Össur:

Og svo ætlum við að byrja á því, sem við gerðum ekki illu heilli síðast þegar við náðum borgarstjórnarmeirihluta, og það er að fæla alla embættismenn borgarkerfisins úr starfi. Mér er alveg sama hvert við sendum þá; í öskuna eða látum þá sópa götur eða bara rekum þá. Þeir unnu skemmdarverk á síðasta kjörtímabili vinstri meirihlutans og burt skulu þeir.“ [Össur Skarphéðinsson, þá frambjóðandi Alþýðubandalags, á framboðsfundi í Háskólabíói þann 26. maí fyrir borgarstjórnarkosningar árið 1986.]

Segir allt sem segja þarf. Dragið ykkar eigin ályktanir. Ég ætla ekki að túlka þessi orð fyrir neinn. Þó væri fróðlegt að vita hvort sósíalismi sé enn markmið formanns Samfylkingarinnar.