Ég skil nú ekkert í fólki sem nennir virkilega að hlusta á þessa sjómenn. Þeir með hann Grétar Mar í broddi fylkingar eru virkilega að reyna að semja,vita þeir ekki að með þann mann í liði verður aldrei neitt samið. Mér finnst gott hjá Árna Mathiesen að setja lög á verkfallið,og enn betra að setja þessi nýju lög á smábátasjómenn. Enn það er eins og þessir sjómenn halda að þeir geti bara leikið sér að þjóðinni og haft verkfall í heilar 7 vikur,og það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir að við íslendingar lifum næstum því einungis á fiski,það má því kenna sjómönnum um þá miklu gengissveiflur sem orðið hafa á síðustum vikum. En alltaf grenja sjómenn og kvarta undan öllu sem fyrir þá er gert en fatta ekki að ef þeir vilja fá samning ættu þeir að hreinsa til hjá sér og reka Grétar Mar og hina kallana.