Eitt af fyrstu verkum Sigríðar Önnu í nýju starfi var að ákveða að aflétta rjúpnaveiðibanninu en banna sölu á rjúpu. Mig langar til að hrósa henni fyrir þetta þar sem þessi leið er að mínu mati sú besta, enda hefur rjúpnaveiði verið þannig að 10% veiðimannanna veiða 90% rjúpnanna og selja þær svo, sem er bara vitleysa ef stofninn fer hratt minnkandi. Svo verður gaman að sjá hvernig stofninn bregst við þessu.

Maður vorkennir Sif samt dálítið, vika síðan hún fór úr ráðuneytinu og Sigríður strax búin að taka af bannið hennar, svo segist hún náttúrulega vera algerlega sammála =D