Það að Davíð og Halldór ákveði það að forsetinn eigi ekki að hafa synjunarrétt og að það eigi að breyta stjórnarskránni samkvæmt þeirra hugmynd, er bein árás á lýðræði okkar. Halldór og Davíð gera sér grein fyrir að samkvæmt núverandi stjórnarskrá þá hefur hann þessi völd, og þeir vilja ekki að hann skipti sér meira af þeirra málum. Sjálfstæðismenn eru alltaf að hamra á því að þeirra flokkur, og þeirra hægristjórn, sé hornsteinn lýðveldisins, og að ef að vinstristjórn með þessum ógeðslegum sósíalistum kæmist til valda, kæmi þá á einræðisstjórn og blablabla. Það virðist vera þannig núna, að sjálfstæðismenn sem og margir framsóknarmenn eru að reyna þrengja valdahringinn utan um sig, með því að svipta okkur lýðræðinu þeim öryggisventli sem forseti okkar er. Mér finnst þetta viðbjóðslegt, og ég vona að við Íslendingar, í næstu kosningum sem munu vera haldnar (meðalannars til að breyta stjórnarskránni) munu refsa Sjálfstæðisflokknum all verulega og útiloka þá frá ríkisstjórn.

Takk fyrir mig.

<br><br>———–
Á ég að æla á þig ?
———–

[GGRN]Cecclaugur.