Mig dreymdi draum í nótt, sem minnti mig töluvert á söguna Animal farm eftir George Orwell. Þar var ríkisstjórnin í líki svína og nýbúið var að setja lög sem segðu að allir mættu eiga 5% í fjölmiðlum en sumir mættu eiga 35%.
Auk þess var búið að setja lög sem leyfði dómsmálaráðherra að brjóta lögin ef honum fannst þó vera fyrir.
Mér fannst þessi draumur svolítið skrýtin þar sem mér var alltaf kennt að svínin væru kommúnistar í bókinni, en sammt fannst mér þetta passa ágætlega einhvernvegin. Getur verið að að skipti ekki máli hvað menn kalla sig kommúnista eða kapitalista, þetta séu öll sömu svínin?