Ég sá í mogganum að Kærunefnd Jafnréttismála hefur úrskurðað brotið hafi verið á _karlmanni_ við ráðningu hjá Fræðslunefnd Reykjavíkur.
Þórólfur Árnason er æðsti yfirmaður þeirrar stofunnar og ber hann því persónulega ábyrgð á því að karlinn hafi ekki fengið starfið.
Margir aðilar hafa kvatt til þess að menn í sambærilegri stöðu og Þórólfur eigi að segja af sér strax og það kemur í ljós að þeir hafi brotið lögin.
Ég sem pólitískur andstæðingur R-listans hlýt því að vera í fullum rétti að heimta það að Þórólfur gangi á undan með góðu fordæmi og segji starfi sínu lausu.
Sjá nánari upplýsingar í <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1084930">greininni</a>.