Maður lifandi! Guð minn góður, hlátur grátur og allt það.

Menn eru nú að rökræða pyntingarnar í Írak..og stuðning Íslands náttúrulega við stríðið.
Þetta er bara fyndið, það ætti ekki nokkrum manni með smá vit í kollinum og smá þekkingu á stjórnvöldum að dyljast það að fólk hefur ekki nokkur áhrif á stjórnvöld, ekki hin minnstu.

Það er engin snertipunktur þar sem fólkið hefur áhrif.punktur. Kosningar eru brandari og eini staðurinn þar sem fólkið getur sagt eitthvað.

Ríkisstjórnin og valdasjúkir einstaklingar þar, bera ábyrgðina á stríðinu, við áttum engan séns í að breyta þessari ákvörðun, mótmæli virka ekki, verkföll virka ekki, greinaskrif virka svo hægt að gæti alveg eins verið án þess og svo framvegis.

Þetta er orðið rugl og meira segja umræðan um hvort við séum að minnsta kosti bananalýðveldi er ófyndin brandari.